Tugir látnir eftir sprengjuárásir í Afganistan Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 13:01 Öryggissveitir flýja eftir aðra sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í morgun. AP Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Hið minnsta 30 manns liggja í valnum eftir röð mannskæðra árása í Afganistan í dag. 25 eru látnir og 45 eru slasaðir eftir tvær sjálfsmorðssprengjuárásir sem gerðar voru í miðborg Kabúl í Afganistan í morgun. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður lögreglunnar í Kabúl, Hashmat Stanekzai, staðfestir þetta við AP fréttastofuna. Fyrri árásin var sjálfsmorðsárás og seinni árásarmaðurinn var dulbúinn sem blaðamaður. Hann kom sér fyrir í hópi þeirra blaðamanna sem komu á vettvang fyrri sprengingarinnar og sprengdi sig í loft upp. Níu blaðamenn féllu í árásinni, þar á meðal aðal ljósmyndari AFP fréttastofunnar í Kabúl, Shah Marai, og þrír blaðamenn Radio Free Europe. Samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) segja þetta banvænustu árás beinda gegn blaðamönnum frá falli Talíbana árið 2001 og hvatti stjórnvöld til að gera meira til að vernda blaðamenn. Önnur sjálfsmorðssprengjuárás varð nokkrum klukkutímum síðar í Kandahar héraði í Afganistan. Árásin beindist gegn bílalest rúmenskra hermanna á vegum NATO og varð ellefu börnum að bana, 16 til viðbótar særðust. AP fréttastofan hefur þetta eftir Matiullah Helal, talsmanni lögreglunnar í héraðinu. Bifreið var ekið inn í bílalestina um leið og hún fór fram hjá hópi barna en þau voru í skóla skammt frá bílaestinni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Ahman Shah, fréttamaður fyrir BBC í Afganistan, lést einnig í óskildri árás í dag eftir að byssumaður skaut hann til bana í Khost héraði. Najib Sharifi, framkvæmdarstjóri öryggisnefndar afgangskra blaðamanna (AJSC) segir Shah hafa verið á leið heim úr vinnunni þegar ráðist var á hann, ekki hafi tekist að bera kennsl á byssumanninn. Mannskæðar árásir hafa verið tíðar í Afganistan undanfarna mánuði. Fréttin var uppfærð kl. 14:15
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira