Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 21:45 Hassan Rouhani, forseti Írans, segir leiðtoga ESB hafa takmörkuð tækifæri til að bjarga kjarnorkusamningnum. vísir/getty Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sagt að Evrópa hafi takmörkuð tækifæri til að bjarga samningnum. Trump tilkynnti um ákvörðun sína í gær og í dag hótaði hann því að láta evrópsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Íran finna fyrir því. Evrópusambandið hefur á móti heitið því að verja fyrirtækin fyrir hvers konar refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna vilja sannfæra Írani um að hægt sé að bjarga samningnum á fundi sem halda á í London á mánudag. Er búist við að Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, mæti á fundinn.Macron vill standa við samninginn í öllum atriðum Þeir Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, og Rouhani ræddust við í síma í dag. Í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu vegna símtalsins sagði að Macron hefði lagt áherslu á að hann vilji standa við samninginn í öllum atriðum. Þá lagði hann jafnframt áherslu á að Íranir gerðu slíkt hið sama. Íranskir fjölmiðlar greindu svo frá því að Rouhani hafi sagt við Macron að við núverandi aðstæður hefði Evrópa ekki mörg tækifæri til þess að bjarga samningnum. Leiðtogar álfunnar yrðu að skýra afstöðu sína sem fyrst, útskýra og tilkynna hvað þeir hyggist gera varðandi skyldur sínar í samningnum. Ráðherrar ESB vonast til að geta kynnt fyrir Írönum trúverðuga lausn svo sefa megi ótta þeirra um þau áhrif sem ákvörðun Trump kann að hafa á viðskiptasamband ESB og Írans. „Samningurinn er ekki búinn að vera. Bandaríkjamenn hafa dregið sig út úr honum en samningurinn er þarna enn,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands í dag.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15 Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi stórveldanna Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. 8. maí 2018 18:15
Evrópa þarf að taka hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að hætta þátttöku í kjarnorkusamningnum við Íran er talin enn eitt dæmið um að hann vilja draga landið út úr alþjóðlegri samvinnu. 9. maí 2018 13:51
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19