Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 14:57 Eyþór segir að þetta ekki eiga að þurfa að koma á óvart þegar svo er komið að borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en kollegi hans í London. Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, telur Hörpumálið til marks um firringu innan borgarapparatsins. „Mér sýnist borgin hafa misst tengsl við almenna starfsmenn,“ segir Eyþór þegar Vísir bar undir hann deilur starfsmanna Hörpu og svo forstjórans Svanhildar Konráðsdóttur og stjórnar. Flestir þjónustufulltrúar tónlistarhússins hafa sagt upp störfum eftir að þeim var gert að taka á sig launaskerðingar, til að mæta rekstrarvanda á sama tíma og laun Svanhildar voru hækkað.Almennir starfsmenn hafa gleymst Eyþór vill rekja þennan vanda til almenns ástands sem víða megi greina í Reykjavíkurborg, en ríkið á 54 prósent í Hörpu en borgin 46 prósent. „Stjórnkerfi og yfirbygging borgarinnar hefur vaxið gríðarlega. Það er engin mannekla í ráðhúsinu og enn fjölgar yfirmönnum, nefndum og borgarfulltrúum. Á sama tíma hefur skort fjármagn og starfsfólk í leikskólana. Það er engu líkara en að íbúar og almennir starfsmenn hafi gleymst.“Borgarstjórinn í Rvk á hærri launum en kollegi hans í LondonEn, hvað finnst þér um viðhorf og framgöngu forstjóra og stjórnar hinum almennu starfsmönnum? Finnst þér þau eðlileg eða að þau hafi jafnvel einkennst af fruntaskap? „Mér sýnist þau hafa skort skilning á kjörum þeirra sem vinna á gólfinu.Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart í umhverfi þar sem borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri heildarlaun en borgarstjóri London. Eyþór er ekki eini frambjóðandinn í komandi sveitarstjórnarkosningum sem gagnrýnir ástandið í Hörpu. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í borginni, hefur gagnrýnt það hvernig komið er fram við starfsfólkið.Svanhildur sögð beggja vegna borðsinsOg þá hefur Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg tjáð sig um málið á Facebooksíðu sinni, þar sem hann bendir meðal annars á að Svanhildur hafi setið í stjórn Hörpu: „Það er skrýtið að lesa fréttir af stjórn og forstjóra Hörpu þessa dagana og þær köldu kveðjur sem þau senda starfsfólki sínu, og borgarbúum öllum. Stjórn Hörpu hefur sagt í fréttum að úrskurður kjararáðs hafi komið eftir að hún samdi við Svanhildi.Ingvar Mar segir að Svanhildur hafi setið í stjórn Hörpu þegar kjararáð hafði samband við stjórnina og bað um upplýsingar vegna væntanlegs úrskurðar um laun forstjóra sem síðan var kveðin upp 13. febrúar 2017.visir/gvaÞað vill þannig til að þessir úrskurðir detta ekki úr lausi lofti, enda fékk stjórn Hörpu tækifæri að bregðast við væntanlegri ákvörðun kjararáðs með bréfi dagsettu 7. júlí 2016," skrifar Ingvar Mar og hann heldur áfram: „Stjórnin vissi sem sagt af væntanlegum úrskurði kjararáðs löngu áður, og Svanhildur Konráðsdóttir sat í stjórn Hörpu þegar kjararáð hafði samband við stjórnina og bað um upplýsingar vegna væntanlegs úrskurðar um laun forstjóra sem síðan var kveðin upp 13. febrúar 2017. Þann 22 febrúar 2017 var síðan tilkynnt um ráðningu hennar sem forstjóra. Svanhildur sat því þarna beggja vegna borðs og því var mjög óeðlilegt að ráða hana á öðrum kjörum en yfirvofandi úrskurður kjararáðs sagði til um enda hlaut henni að vera fullkunnugt um úrskurð kjararáðs. Oddviti Framsóknarflokksins bendir á að borgin eigi 46 prósent í Hörpu á móti hlut ríkisins og beri því ábyrgð á þeim stjórnarmönnum sem hún skipi.Snæbjörn Brynjarsson ætlar ekki í Hörpu fyrr en kjör þjónustufulltrúa í Hörpu hafa verið lagfærð.visir/stefán„Þeir tóku m.a. þessa umdeildu ákvörðun. Það er algjört lágmark að þessi stjórn segi af sér og mögulega er líka ástæða til þess að Svanhildur geri það. Við hljótum að gera meiri kröfur til fólks sem fær umboð til að sýsla með peninga borgarbúa,“ segir Ingvar Mar.Var farin úr stjórn þegar ráðningarferlið hófstPíratinn og gagnrýnandinn Snæbjörn Brynjarsson hafði áður vakið athygli á þessu atriði í pistli og í Facebookhópnum Menningarátökin og þar er Svanhildur til svara. „Sæll Snæbjörn - ég vil leiðrétta þann misskilning sem kemur fram í pistlinum þínum og þessari færslu að forstjóri Hörpu hafi sjálfdæmi í að ákveða laun sín. Það er alrangt. Stjórn félagsins tekur slíkar ákvarðanir. Ég vona að þú hafir það sem sannara reynist. Hvað mín kjör varðar þá réði ég mig til starfa á þessum forsendum (var ákveðið í febrúar 2017) og þau kjör tóku gildi 1.júlí sama ár. Ég geri ráð fyrir að stjórnin hafi m.a. horft til kjara annarra stjórnenda opinberra félaga og á markaði. Ég vona svo að þér haldi áfram að þykja vænt um Hörpu - hún er sannarlega þess virði!“ Snæbjörn spyr hana hvort hún hafi ekki verið í stjórn félagsins áður en hún var ráðin sem forstjóri hússins? Svanhildur segir það rétt. En hún hafi „að sjálfsögðu [verið] farin úr stjórn áður en ráðningarferlið hófst“ Kjaramál Tengdar fréttir Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, telur Hörpumálið til marks um firringu innan borgarapparatsins. „Mér sýnist borgin hafa misst tengsl við almenna starfsmenn,“ segir Eyþór þegar Vísir bar undir hann deilur starfsmanna Hörpu og svo forstjórans Svanhildar Konráðsdóttur og stjórnar. Flestir þjónustufulltrúar tónlistarhússins hafa sagt upp störfum eftir að þeim var gert að taka á sig launaskerðingar, til að mæta rekstrarvanda á sama tíma og laun Svanhildar voru hækkað.Almennir starfsmenn hafa gleymst Eyþór vill rekja þennan vanda til almenns ástands sem víða megi greina í Reykjavíkurborg, en ríkið á 54 prósent í Hörpu en borgin 46 prósent. „Stjórnkerfi og yfirbygging borgarinnar hefur vaxið gríðarlega. Það er engin mannekla í ráðhúsinu og enn fjölgar yfirmönnum, nefndum og borgarfulltrúum. Á sama tíma hefur skort fjármagn og starfsfólk í leikskólana. Það er engu líkara en að íbúar og almennir starfsmenn hafi gleymst.“Borgarstjórinn í Rvk á hærri launum en kollegi hans í LondonEn, hvað finnst þér um viðhorf og framgöngu forstjóra og stjórnar hinum almennu starfsmönnum? Finnst þér þau eðlileg eða að þau hafi jafnvel einkennst af fruntaskap? „Mér sýnist þau hafa skort skilning á kjörum þeirra sem vinna á gólfinu.Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart í umhverfi þar sem borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri heildarlaun en borgarstjóri London. Eyþór er ekki eini frambjóðandinn í komandi sveitarstjórnarkosningum sem gagnrýnir ástandið í Hörpu. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í borginni, hefur gagnrýnt það hvernig komið er fram við starfsfólkið.Svanhildur sögð beggja vegna borðsinsOg þá hefur Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurborg tjáð sig um málið á Facebooksíðu sinni, þar sem hann bendir meðal annars á að Svanhildur hafi setið í stjórn Hörpu: „Það er skrýtið að lesa fréttir af stjórn og forstjóra Hörpu þessa dagana og þær köldu kveðjur sem þau senda starfsfólki sínu, og borgarbúum öllum. Stjórn Hörpu hefur sagt í fréttum að úrskurður kjararáðs hafi komið eftir að hún samdi við Svanhildi.Ingvar Mar segir að Svanhildur hafi setið í stjórn Hörpu þegar kjararáð hafði samband við stjórnina og bað um upplýsingar vegna væntanlegs úrskurðar um laun forstjóra sem síðan var kveðin upp 13. febrúar 2017.visir/gvaÞað vill þannig til að þessir úrskurðir detta ekki úr lausi lofti, enda fékk stjórn Hörpu tækifæri að bregðast við væntanlegri ákvörðun kjararáðs með bréfi dagsettu 7. júlí 2016," skrifar Ingvar Mar og hann heldur áfram: „Stjórnin vissi sem sagt af væntanlegum úrskurði kjararáðs löngu áður, og Svanhildur Konráðsdóttir sat í stjórn Hörpu þegar kjararáð hafði samband við stjórnina og bað um upplýsingar vegna væntanlegs úrskurðar um laun forstjóra sem síðan var kveðin upp 13. febrúar 2017. Þann 22 febrúar 2017 var síðan tilkynnt um ráðningu hennar sem forstjóra. Svanhildur sat því þarna beggja vegna borðs og því var mjög óeðlilegt að ráða hana á öðrum kjörum en yfirvofandi úrskurður kjararáðs sagði til um enda hlaut henni að vera fullkunnugt um úrskurð kjararáðs. Oddviti Framsóknarflokksins bendir á að borgin eigi 46 prósent í Hörpu á móti hlut ríkisins og beri því ábyrgð á þeim stjórnarmönnum sem hún skipi.Snæbjörn Brynjarsson ætlar ekki í Hörpu fyrr en kjör þjónustufulltrúa í Hörpu hafa verið lagfærð.visir/stefán„Þeir tóku m.a. þessa umdeildu ákvörðun. Það er algjört lágmark að þessi stjórn segi af sér og mögulega er líka ástæða til þess að Svanhildur geri það. Við hljótum að gera meiri kröfur til fólks sem fær umboð til að sýsla með peninga borgarbúa,“ segir Ingvar Mar.Var farin úr stjórn þegar ráðningarferlið hófstPíratinn og gagnrýnandinn Snæbjörn Brynjarsson hafði áður vakið athygli á þessu atriði í pistli og í Facebookhópnum Menningarátökin og þar er Svanhildur til svara. „Sæll Snæbjörn - ég vil leiðrétta þann misskilning sem kemur fram í pistlinum þínum og þessari færslu að forstjóri Hörpu hafi sjálfdæmi í að ákveða laun sín. Það er alrangt. Stjórn félagsins tekur slíkar ákvarðanir. Ég vona að þú hafir það sem sannara reynist. Hvað mín kjör varðar þá réði ég mig til starfa á þessum forsendum (var ákveðið í febrúar 2017) og þau kjör tóku gildi 1.júlí sama ár. Ég geri ráð fyrir að stjórnin hafi m.a. horft til kjara annarra stjórnenda opinberra félaga og á markaði. Ég vona svo að þér haldi áfram að þykja vænt um Hörpu - hún er sannarlega þess virði!“ Snæbjörn spyr hana hvort hún hafi ekki verið í stjórn félagsins áður en hún var ráðin sem forstjóri hússins? Svanhildur segir það rétt. En hún hafi „að sjálfsögðu [verið] farin úr stjórn áður en ráðningarferlið hófst“
Kjaramál Tengdar fréttir Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 „Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
„Svona eiga fyrirtæki í eigu borgarinnar ekki að koma fram“ Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, tjáir sig um Hörpu-málið. 8. maí 2018 18:09