Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Tvær þeirra spungu nærri tveimur lögreglustöðvum og segja vitni að fjöldi skothvella hafi heyrst skömmu síðar.
Óttast er að mannfallið kunni að vera mikið en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Talíbanar og liðsmenn Íslamska ríkisins í Afganistan hafa ítrekað ráðist á stjórnvöld þar í landi vegna stuðnings þeirra við Vesturveldin. Tvær sjálfsvígsprengjuárásir í drógu til að mynda 25 til dauða í Kabúl í síðustu viku. Þar af voru níu blaðamenn.
Sú árás er sögð vera sú mannskæðasta í borginni síðan árið 2001. Ekki er útilokað að árás dagsins hafi verið enn mannskæðari.
Fréttin verður uppfærð
Gríðarlegar sprengingar í Kabúl

Tengdar fréttir

Sprenging í mosku í Afganistan
Að minnsta kosti 12 létust og 33 særðust í árásinni.

Tugir látnir eftir sprengjuárásir í Afganistan
Hið minnsta 25 eru látnir, þar af níu blaðamenn, eftir sprengjuárás í Kabúl í morgun.