Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 07:46 Ari Ólafsson var íklæddur rauðum og hvítum jakkafötum í gær. Vísir/AP Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn. Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn.
Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
„Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00
Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31