Kalda gjaldmiðlastríðið og Ísland Agnar Tómas Möller skrifar 9. maí 2018 07:00 Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hugtakið „kalt gjaldeyrisstríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri á erlendum mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni útflutnings og, sérstaklega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahliðinni en á árinu 2017 veiktist Bandaríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahallans og hraðri aukningu í útgáfu ríkisskuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar annarra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skuldabréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbendinga um að hægja taki á efnahagslífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr viðskiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verðbólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heimsvísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Bandaríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutningsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópusambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undanfarið. Hækkun 10 ára vaxta í Bandaríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunarkúrfan hefur hins vegar verið að fletjast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverðan tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðlabanka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar