„Félag atvinnurekenda mótmælir þessum áformum ráðuneytisins harðlega,“ segir í bréfi félagsins til Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra vegna áforma ráðherrans um að „skerða einhliða tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjöt“.
FA vísar í frétt á vef ráðuneytisins um að ráðherra ætli að fara að tillögu starfshóps frá 2016 um að „við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar“.
FA segir að í tollasamningi Íslands og ESB sé hvergi kveðið á um að innflutningskvótar fyrir kjöt miðist við kjöt með beini. Algjörlega forkastanlegt sé að ráðherra áformi „að hafa af neytendum stóran hluta þess ávinnings, sem í samningnum felst“, eins og segir í bréfi FA.
