Varaður við því að Trump myndi reyna að koma óorði á hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 21:35 Trump hyggst tilkynna ákvörðun sína varðandi kjarnorkusamninginn við Íran á morgun. vísiR/getty Einn þekktasti stuðningsmaður kjarnorkusamningsins við Íran, Trita Parsi, var varaður við því af bandarískum leyniþjónustustofnunum að Donald Trump myndi reyna að koma óorði á hann vegna stuðnings hans við samninginn. Parsi heyrði þessi varnaðarorð eftir að Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 og áður en hann tók við embættinu í janúar árið eftir. Trump er alls ekki hrifinn af kjarnorkusamningnum en er þessa dagana undir miklum þrýstingi frá öðrum þjóðarleiðtogum um að halda í samninginn. Tísti forsetinn fyrr í kvöld að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína varðandi samninginn á morgun.I will be announcing my decision on the Iran Deal tomorrow from the White House at 2:00pm.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 7, 2018 Frestur Bandaríkjanna til að nema úr gildi viðskiptaþvinganir gegn Íran rennur út næstkomandi laugardag. Hefur Trump sagt að það muni hann ekki gera að óbreyttu; geri þurfi ýmsar lagfæringar á samkomulaginu áður en það felur í sér að Íranir láti af öllum áformu um þróun á kjarnatækni. Parsi, sem er forseti Íransk-ameríska ráðsins (National American Iranian Council) var einnig einn af þeim sem ísraelska öryggisfyrirtækið Black Cube safnaði upplýsingum um í tengslum við óhróðursherferð sem fyrirtækið var að skipuleggja á hendur þeim sem sömdu við Íran fyrir hönd Bandaríkjanna á sínum tíma. Allt voru það nánir samstarfsmenn Barack Obama, forvera Trump í embætti forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Einn þekktasti stuðningsmaður kjarnorkusamningsins við Íran, Trita Parsi, var varaður við því af bandarískum leyniþjónustustofnunum að Donald Trump myndi reyna að koma óorði á hann vegna stuðnings hans við samninginn. Parsi heyrði þessi varnaðarorð eftir að Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2016 og áður en hann tók við embættinu í janúar árið eftir. Trump er alls ekki hrifinn af kjarnorkusamningnum en er þessa dagana undir miklum þrýstingi frá öðrum þjóðarleiðtogum um að halda í samninginn. Tísti forsetinn fyrr í kvöld að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína varðandi samninginn á morgun.I will be announcing my decision on the Iran Deal tomorrow from the White House at 2:00pm.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 7, 2018 Frestur Bandaríkjanna til að nema úr gildi viðskiptaþvinganir gegn Íran rennur út næstkomandi laugardag. Hefur Trump sagt að það muni hann ekki gera að óbreyttu; geri þurfi ýmsar lagfæringar á samkomulaginu áður en það felur í sér að Íranir láti af öllum áformu um þróun á kjarnatækni. Parsi, sem er forseti Íransk-ameríska ráðsins (National American Iranian Council) var einnig einn af þeim sem ísraelska öryggisfyrirtækið Black Cube safnaði upplýsingum um í tengslum við óhróðursherferð sem fyrirtækið var að skipuleggja á hendur þeim sem sömdu við Íran fyrir hönd Bandaríkjanna á sínum tíma. Allt voru það nánir samstarfsmenn Barack Obama, forvera Trump í embætti forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45