Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg sem vann 2-1 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Gautaborg komst yfir í fyrri hálfleik en Malmö jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Sigurmarkið kom svo á 58. mínútu.
Gautaborg er í sjötta sæti með tólf stig en Malmö er einungis með ellefu stig í áttunda sætinu.
Elías spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg en Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður hjá meistaraliði Malmö frá því í fyrra.
Rúnar Alex Rúnarsson fékk á sig tvö mörk er Nordsjælland tapaði fyrir Midtjylland 2-1 í dönsku úrvalsdeildinni. Midtjylland er þremur stigum frá Bröndby á toppnum en Nordsjælland er í fjórða sætinu.
