Erlent

Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis
Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa kallað eftir því að yfirvöld í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum veiti upplýsingar um hvar prinsessuna Sheikha Latifa, dóttur Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna sé að finna. BBC greinir frá.

Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. Talið er að hún hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis.

Vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi hins vegar sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.

Fjallað var um hvarf Latifu í Newsnight á BBC í gær þar sem meðal annars kom fram að franskur njósnari og finnskur sérfræðingur í bardagaíþróttum hafi aðstoðað hana á flóttanum.

Yfirvöld í Dubai segjast ekki geta tjáð sig um málið af lagalegum ástæðum en að þeir sem hafi haldið því fram að prinsessan hafi áður gert sig seka um glæpsamlega hegðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×