Fótbolti

Arnór skoraði sín fyrstu mörk og Gummi Tóta lagði upp bæði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór er ungur að árum og er að gera flotta hluti í sænsku úrvalsdeildinni.
Arnór er ungur að árum og er að gera flotta hluti í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/heimasíða norrköping
Arnór Sigurðsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Norrköping er hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Östersund í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Arnór gekk í raðir og spilaði með liðinu á síðustu leiktíð einnig en hann er enn ungur að árum. Hann náði ekki að skora á síðustu leiktíð.

Fyrra mark Arnórs kom á 10. mínútu en það var annar Íslendingur, Guðmundur Þórarinsson, sem lagði upp markið fyrir Arnór.

Íslendingatvennan var ekki hætt því sautján mínútum síðar skilaði sama uppskrift marki; Guðmundur gaf á Arnór sem skoraði. Staðan 2-0 í hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki í síðari hálfleik og því lokatölur 2-0.

Arnór fór af velli á 78. mínútu en þeir Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Norrköping. Annað mark Arnórs úr leiknum má sjá hér.

Norrköping er að gera gott mót í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið er með þrettán stig í þriðja sætinu en Hammarby er á toppnum með 19 stig; sex sigurleiki og eitt jafntefli.

Arnór Smárason var ónotaður varamaður í 4-3 sigri Hammarby á Sundsvall í dag en Hammarby komst í 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×