Erlent

Víða boðað til mótmæla í Rússlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/epa
Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta landsins á morgun. Þetta verður hans fjórða kjörtímabil sem forseti. 

Mótmælin eru skipulögð af Alexei Navalny, hörðum andstæðingi Pútín sem var meinað að taka þátt í forsetakosningunum sem fóru fram í mars. 

Hundruðir hafa nú þegar safnast saman í borgum víðsvegar í Rússlandi. Óttast er að mótmælin gætu leitt til átaka í dag. Samkvæmt frétt AFP hefur lögreglan nú þegar handtekiið tugi stuðningsmanna Navalny. 


Tengdar fréttir

Pútín vill lækka spennustigið

Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×