Erlent

Lögðu hald á 50 krókódíla á Heathrow flugvelli

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Leyfilegt er að flytja allt að fjóra krókódíla í kassa sem slíkum en þeir voru allt að tíu í hverjum kassa
Leyfilegt er að flytja allt að fjóra krókódíla í kassa sem slíkum en þeir voru allt að tíu í hverjum kassa Breska innanríkisráðuneytið
Tollverðir á Heathrow flugvelli lögðu hald á fimmtíu krókódíla í dag eftir að þeir reyndust hafa verið fluttir með flugi til Bretlands frá Malasíu með ólögmætum hætti. Krókódílarnir, sem eru um ársgamlir, voru fluttir í alltof litlum kössum og voru byrjaðir að ráðast á hvern annan vegna plássleysis. Eitt dýrið drapst.

Sendingin átti að berast til bónda í Cambridge sem er að gera tilraunir með krókódílarækt í Bretlandi. Breska innanríkisráðuneytið segir að þar sem dýrin hafi verið flutt til landsins með ómannúðlegum og ólöglegum hætti verði reynt að finna þeim annað og betra heimili. Það er því ólíklegt að þeir endi á breskum matardiskum eftir allt saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×