Erlent

Norður Kórea skiptir um tímabelti til að greiða fyrir sameiningu á Kóreuskaga

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Þetta eru sennilega tvær mest pólitísku klukkur heims, sitt hvoru megin við landamæri Kóreuríkjanna
Þetta eru sennilega tvær mest pólitísku klukkur heims, sitt hvoru megin við landamæri Kóreuríkjanna
Stjórnvöld í Norður Kóreu breyttu í dag klukkum landsins til að verða aftur hluti af sama tímabelti og Suður Kórea. Klukkunum var breytt fyrir þremur árum þegar stjórnvöld í Pyongyang lýstu því yfir að sú hugmynd að báðir hlutar Kóreu tilheyrðu sama tímabelti væri arfleið frá hernámi Japana. Klukkan hefur síðan verið hálftíma á undan sunnan landamæranna.

 

Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, varð á dögunum fyrstur leiðtoga norðursins til að heimsækja Suður Kóreu og við það tækifæri veitti hann tímamismuninum sérstaka athygli. Hann sagði það afar sárt að sjá tvær klukkur á landamærunum sýna mismunandi tíma þar sem önnur var rétt sunnan landamæranna en hin rétt norðan. Þetta yrði að leiðrétta.

 

Kim sagði enn fremur að þar sem það hafi verið Norður Kórea sem fór að hræra í þessu til að byrja með væri eðlilegast að hann sýndi frumkvæði og vilja til sameiningar og sátta með því að afturkalla þá ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×