Erlent

Abbas biðst afsökunar á fyrri ummælum og segir helförina versta glæp sögunnar

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Abbas vakti mikla reiði með ummælum sínum um helförina en hann sagði þau byggja á þremur sögubókum eftir fræðimenn af gyðingaættum
Abbas vakti mikla reiði með ummælum sínum um helförina en hann sagði þau byggja á þremur sögubókum eftir fræðimenn af gyðingaættum Vísir/afp
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að helför nasista hafi verið skelfilegasti glæpur sögunnar og biðst afsökunar á fyrri ummælum sínum um að fjárhagsleg og félagsleg umsvif gyðinga í Evrópu hafi haft meira með helförina að gera en trúarbrögð. Þau ummæli féllu fyrr í vikunni og voru harðlega fordæmd af Ísraelsmönnum og leiðtogum fjölda vestrænna ríkja.



Í yfirlýsingu biðst Abbas afsökunar á að hafa móðgað svo marga og segir það alls ekki hafa verið ætlun sína. Segist hann bera fulla virðingu fyrir gyðingdómi og öðrum eingyðistrúarbrögðum.



Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, hafnar afsökunarbeiðni Abbas alfarið og segir hann ömurlegan mann sem afneiti helförinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×