Fótbolti

Yobo varar samlanda sína við Íslandi á HM

Joseph Yobo spilaði þrisvar á HM og í rúman áratug með Everton.
Joseph Yobo spilaði þrisvar á HM og í rúman áratug með Everton. vísir/getty
Joseph Yobo, fyrrverandi leikmaður Everton og nígeríska landsliðsins, varar samlanda sína við vanmati þegar að þeir mæta strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi.

Nígería og Ísland eru saman í D-riðlinum, eða dauðariðlinum, ásamt Argentínu og Króatíu en Yobo spilaði þrívegis á HM og alltaf á móti Argentínu en tókst aldrei að vinna sigur.

„Þetta verður fjórði leikur Nígeríu á HM á móti Argentínu og vonandi náum við fyrsta sigrinum. Ef við fáum ekki á okkur mark snemma gætum við að minnsta kosti náð jafntefli,“ segir Yobo í viðtali við This Day Live í Nígeríu.

Ísland og Nígería mætast í Volgograd 22. júní á öðrum leikdegi D-riðils en þjóðirnar hafa einu sinni áður mæst. Það var í vináttulandsleik á Laugardalsvelli árið 1981. Þá vann Ísland, 3-0.

„Það getur allt gerst í leikjunum á móti Króatíu og Íslandi. Við þekkjum Króatíu ágætlega en Ísland er það óvænta í D-riðlinum,“ segir Joseph Yobo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×