Erlent

Skellti höfrungi á öxlina og labbaði burt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn skellti höfrungnum á öxlina og labbaði burt.
Maðurinn skellti höfrungnum á öxlina og labbaði burt. skjáskot
Kínversk stjórnvöld leita nú karlmanns sem sást bera höfrung á öxlinni á strönd við borgina Guangdong á dögunum.

Að sögn þarlendra miðla náðist höfungaburðurinn á myndband en talið er að maðurinn hafi síðan keyrt á brott með dýrið. Höfrungurinn hafði synt á land og að sögn sjónarvotta var hann nær dauða en lífi þegar maðurinn tók hann upp.

Höfungar eru verndaðir í Kína og gæti maðurinn, sem talinn er vera ferðamaður, því átt yfir höfði sér háa fjársekt eða fangelsisvist.

Myndband af burðinum, sem átti sér stað á þriðjudag, má sjá hér að neðan. Myndbönd af atvikinu hafa nú þegar fengið milljónir áhorfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×