Erlent

Havaí bannar sólarvörn sem veldur skemmdum á kóralrifjum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Kóralrif gegna mikilvægu hlutverki í lífríki hafsins en eru viðkvæm fyrir skemmdum
Kóralrif gegna mikilvægu hlutverki í lífríki hafsins en eru viðkvæm fyrir skemmdum vísir/getty
Ríkisþing Havaí hefur samþykkt ný lög sem banna sölu og notkun sólarvarnar sem inniheldur efni sem valda skemmdum á kóralrifjum. Fyrst og fremst er um tvö efni að ræða, oxybenzone og octinoxate, en þau er að finna í meira en þrjú þúsund vinsælum tegundum sólarvarnarkrems. Lögin eiga að taka gildi eftir þrjú ár.



Mike Gibbard, þingmaður Demókrataflokksins, segir að með þessari löggjöf hafi Havaí tekið forystu í baráttunni fyrir verndun kóralrifja. Þetta séu fyrstu lög sinnar tegundar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×