Aron: „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:03 „Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42
Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05