„Brandari“ að nota ekki myndbandsdómara í Meistaradeildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:30 James Pallotta er forseti Roma vísir/getty Forseti Roma segir það algjöran brandara ef myndbandsdómgæsla verður ekki innleidd í Meistaradeild Evrópu eftir að félagið var slegið út úr keppninni í gær í ótrúlegu einvígi við Liverpool. Ítalska liðið beið lægri hlut 7-6 samanlagt eftir að hafa unnið seinni leikinn á heimavelli 4-2. James Pallotta, forseti félagsins, sagði sitt lið hafa átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum. „Ég veit það er erfitt að vera dómari en það er vandræðalegt að við töpum svona. Þú getur ekki látið svona hluti gerast,“ sagði Pallotta eftir leikinn. Loris Karius felldi Edin Dzeko innan vítateigs snemma í seinni hálfleik en Bosníumaðurinn var dæmdur rangstæður, sem virtist vera rangur dómur. Stuttu seinna virtist Trent Alexander-Arnold handleika knöttinn innan vítateigs. „Þið getið séð þetta sjálf. Hann var ekki rangstæður á 49. mínútu og var felldur af markmanninum. Svo var þetta augljós hendi, allir í heiminum gátu séð það nema fólkið á vellinum. Hefði átt að vera rautt spjald.“ „Ef það verður ekki myndbandsdómgæsla í Meistaradeildinni þá er það algjör brandari,“ sagði Pallotta. Forseti UEFA hefur áður sagt að hann vilji ekki fá myndbandsdómgæslu inn í Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi. 26. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Forseti Roma segir það algjöran brandara ef myndbandsdómgæsla verður ekki innleidd í Meistaradeild Evrópu eftir að félagið var slegið út úr keppninni í gær í ótrúlegu einvígi við Liverpool. Ítalska liðið beið lægri hlut 7-6 samanlagt eftir að hafa unnið seinni leikinn á heimavelli 4-2. James Pallotta, forseti félagsins, sagði sitt lið hafa átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum. „Ég veit það er erfitt að vera dómari en það er vandræðalegt að við töpum svona. Þú getur ekki látið svona hluti gerast,“ sagði Pallotta eftir leikinn. Loris Karius felldi Edin Dzeko innan vítateigs snemma í seinni hálfleik en Bosníumaðurinn var dæmdur rangstæður, sem virtist vera rangur dómur. Stuttu seinna virtist Trent Alexander-Arnold handleika knöttinn innan vítateigs. „Þið getið séð þetta sjálf. Hann var ekki rangstæður á 49. mínútu og var felldur af markmanninum. Svo var þetta augljós hendi, allir í heiminum gátu séð það nema fólkið á vellinum. Hefði átt að vera rautt spjald.“ „Ef það verður ekki myndbandsdómgæsla í Meistaradeildinni þá er það algjör brandari,“ sagði Pallotta. Forseti UEFA hefur áður sagt að hann vilji ekki fá myndbandsdómgæslu inn í Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi. 26. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Forseti UEFA vill ekki VAR í Meistaradeildina Myndbandsdómarar (VAR) verða ekki notaðir í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili því forseta UEFA þykir kerfið valda of miklum usla og misskilningi. 26. febrúar 2018 18:30