Erlent

Tugir látnir eftir sandstorm á Indlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Héröðin Rajasthan og Uttar Pradesh urðu einna verst úti.
Héröðin Rajasthan og Uttar Pradesh urðu einna verst úti. PTI
Hið minnsta 74 eru látnir og þúsundir eru slasaðir eftir að sandstormur gekk yfir norðurhluta Indlands í gær.

Storminum er lýst sem gríðarlegum, hann hafi orsakað víðtækt rafmagnsleysi, rifið tré upp með rótum, eyðilegt hús og drepið tugþúsundir húsdýra.

Margir hinna látnu eru sagðir hafa verið sofandi í húsum sínum þegar stormurinn gekk yfir. Mikið eldingaveður fylgdi storminum og segir breska ríkisútvarpið að fjölmörg hús hafi hrunið efir að hafa orðið fyrir eldingum.

Að sögn héraðsstjóra Rajasthan-héraðs, sem varð illa úti í sandstorminum, hafa björgunarsveitir verið sendar á vettvang til að hefja hjálparstarf á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×