Nýr lögmaður tekur við teymi Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 23:01 Mikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins. Vísir/GETTY Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira