Liverpool í úrslit eftir þrettán marka einvígi Anton Ingi Leifsson skrifar 2. maí 2018 20:30 Leikmenn Liverpool fagna marki Wijnaldum í kvöld. vísir/afp Liverpool mun mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 26. maí en þetta varð ljóst eftir að Liverpool tapað gegn Roma, 4-2, í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool fer þó áfram samanlagt, 7-6. Liverpool vann fyrri leikinn 5-2 og var í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fór fram í Róm í kvöld. Þeir lentu aldrei í teljandi vandræðum og vorum með þetta í hendi sér allan tímann. Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er fyrsta markið kom. Radja Nainggolan átti þá ömurlega sendingu sem Roberto Firmino komst inn í, hann lagði boltann á Sadio Mane sem kláraði færið afar vel. Roma jafnaði hins vegar metin sex mínútum síðar. Liverpool skoraði hins vegar markið en James Milner skoraði sjálfsmark eftir að Dejan Lovren þrumaði boltanum í hann og inn. Sjálfsmark og allt jafnt. Mörkunum rigndi í Róm í kvöld. Georginio Wijnaldum kom Liverpool aftur yfir á 26. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Einu sinni sem oftar var varnarleikur Roma í þessu einvigi ekki til útflutnings. 2-1 fyrir gestina í hálfleik og samanlagt 7-3. Edin Dzeko var öflugur og einn sprækasti maður Roma. Hann jafnaði metinn í byrjun síðari hálfleiks eftir að Loris Karius hafi varið skot frá Stephan El Shaarawy. 2-2 og Roma þurfti þrjú mörk til viðbótar. Roma gerði tilkall til vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik er Trent-Alexander Arnold varði boltann eftir skot Shaarawy en ekkert var dæmt. Þegar skammt var eftir skoraði Nainggolan glæsilegt mark í stöng og inn, 3-2. Nainggolan bætti við öðru marki áður en yfir lauk en hann skoraði af vítapunktinum á síðustu sekúndu leiksins. Hetjulega barátta Roma en Liverpool lagði grunninn að sigrinum í fyrri leiknum. Sjötti úrslitaleikur Liverpool framundan. Ekki urðu mörkin fleiri og 4-2 sigur Roma, en samanlagt 7-6, Liverpool í vil. Ótrúlegar tölur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það verða því Real Madrid og Liverpool sem mætast í Kiev þann 26. maí. Meistaradeild Evrópu
Liverpool mun mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 26. maí en þetta varð ljóst eftir að Liverpool tapað gegn Roma, 4-2, í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool fer þó áfram samanlagt, 7-6. Liverpool vann fyrri leikinn 5-2 og var í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fór fram í Róm í kvöld. Þeir lentu aldrei í teljandi vandræðum og vorum með þetta í hendi sér allan tímann. Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er fyrsta markið kom. Radja Nainggolan átti þá ömurlega sendingu sem Roberto Firmino komst inn í, hann lagði boltann á Sadio Mane sem kláraði færið afar vel. Roma jafnaði hins vegar metin sex mínútum síðar. Liverpool skoraði hins vegar markið en James Milner skoraði sjálfsmark eftir að Dejan Lovren þrumaði boltanum í hann og inn. Sjálfsmark og allt jafnt. Mörkunum rigndi í Róm í kvöld. Georginio Wijnaldum kom Liverpool aftur yfir á 26. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Einu sinni sem oftar var varnarleikur Roma í þessu einvigi ekki til útflutnings. 2-1 fyrir gestina í hálfleik og samanlagt 7-3. Edin Dzeko var öflugur og einn sprækasti maður Roma. Hann jafnaði metinn í byrjun síðari hálfleiks eftir að Loris Karius hafi varið skot frá Stephan El Shaarawy. 2-2 og Roma þurfti þrjú mörk til viðbótar. Roma gerði tilkall til vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik er Trent-Alexander Arnold varði boltann eftir skot Shaarawy en ekkert var dæmt. Þegar skammt var eftir skoraði Nainggolan glæsilegt mark í stöng og inn, 3-2. Nainggolan bætti við öðru marki áður en yfir lauk en hann skoraði af vítapunktinum á síðustu sekúndu leiksins. Hetjulega barátta Roma en Liverpool lagði grunninn að sigrinum í fyrri leiknum. Sjötti úrslitaleikur Liverpool framundan. Ekki urðu mörkin fleiri og 4-2 sigur Roma, en samanlagt 7-6, Liverpool í vil. Ótrúlegar tölur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það verða því Real Madrid og Liverpool sem mætast í Kiev þann 26. maí.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti