Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira