Erlent

Líkfundur á kvennaklósetti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Líkið fannst á bakvið vegg kvennaklósetts.
Líkið fannst á bakvið vegg kvennaklósetts. Skjáskot
Kanadíska lögreglan segir að líkamsleifar karlmanns hafi fundist á bakvið vegg almenningssalernis þar í landi. Viðgerðarmaður kom auga á líkið á kvennaklósetti verslunarmiðstöðvar í Calgary-borg í Alberta-fylki á mánudagsmorgun.

Að sögn breska ríkisútvarpsins hafði maðurinn ætlað sér að gera við klósett sem vildi ekki sturta niður. Þegar hann fjarlægði veggplötu til að komast að innbyggða vatnskassanum hafi viðgerðarmaðurinn komið auga á líkið.

Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu en lík mannsins var krufið í gær. Lögreglan telur þó, þrátt fyrir allt, að maðurinn hafi ekki verið myrtur.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við fjölmiðla að líklegast þyki að maðurinn hafi verið að skríða í loftræstistokk eða röri, hrasað og festst á bakvið vegginn. Hann hafi að sama skapi verið einn á ferð og því ekki getað kallað á hjálp.

Málið sé þó enn til rannsóknar.

Hér að neðan má sjá hluta af umfjöllun hérðasmiðilsins Calgary Herald um málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×