Enski boltinn

Gylfi valinn næstbestur hjá Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla eins og er en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í vetur
Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla eins og er en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í vetur Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var tilnefndur til tveggja verðlauna á verðlaunakvöldi Everton sem fram fór í kvöld en íslenski landsliðsmaðurinn fór tómhentur heim.

Valið um leikmann ársins stóð á milli Gylfa og markmannsins unga Jordan Pickford og þar hafði Pickford betur. Markmaðurinn var í raun sigurvegari kvöldsins því hann tók þrjú stærstu verðlaunin heim. Hann var valinn leikmaður ársins bæði af leikmönnunum sem og stuðningsmönnunum og tók einnig verðlaunin fyrir besta unga leikmanninn.





Þá var markið ótrúlega sem Gylfi skoraði gegn Hajduk Split tilnefnt sem mark ársins en þar beið hann í lægri hlut gegn Wayne Rooney. Mark Rooney gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni var valið það besta.












Tengdar fréttir

Gylfi næst dáðasti leikmaður Everton

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki staðið undir væntingum margra stuðningsmanna Everton eftir að hann kom til félagsins fyrir metfé fyrir tímabilið. Þrátt fyrir það vill yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna halda Gylfa hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×