Arnar átti fast sæti í byrjunarliði Vals á síðasta tímabili og spilaði 23 leiki fyrir félagið. Arnar hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli frá því í janúar og var ekki í leikmannahóp Vals í fyrsta leik Pepsi deildarinnar gegn KR á föstudagskvöld.
Þá er einnig komin aukin samkeppni í Valsliðið, en landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson er að öllum líkindum ofar í goggunarröðinni í stöðu hægri bakvarðar í Valsliðinu, þar sem Arnar Sveinn spilaði oftast á síðasta tímabili.
KH spilar í þriðju deildinni en félagið hefur miklar tengingar við Val og spilar meðal annars heimaleiki sína á heimavelli Vals, Origo vellinum að Hlíðarenda.
Arnar Sveinn Geirsson hefur verið lánaður til KH frá Íslandsmeisturum Vals. Arnar Sveinn lék 23 leiki með Val í fyrra. pic.twitter.com/wzEOjjbUwQ
— KH (@KHlidarendi) April 30, 2018