Halldór Jóhann: Vonandi er þetta ekki heilahristingur Gabríel Sighvatsson skrifar 17. maí 2018 21:45 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00