Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 14:56 Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa þann 1. júlí í fyrra en henni var frestað til október. Hún var svo stöðvuð skömmu eftir að hún hófst. Vísir/Vilhelm Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær. Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Byggðarráð Borgarbyggðar gagnrýnir harðlega þá Guðlaug Magnússon og Kristján Guðlaugsson, leigutaka við Hraunfossa, sem annað árið í röð hafa gert tilraun til að hefja gjaldtöku á bílastæði við fossana. Byggðarráð bendir á að fjölmargir aðilar hafi lagt til fjármagn og komið að uppbyggingu svæðisins undanfarin ár. Það gildi þó ekki um fyrrnefnda leigutaka, eigendur H-foss ehf., sem leggi á vegtolla til að græða sjálfir. Ferðamenn voru rukkaðir um eitt þúsund krónur en númer hóferðabíla voru skrifuð niður. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossum ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í dag voru nýhafnir vegtollar til umræðu. „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar Hraunfossa án þess að spilla nærliggjandi umhverfi,“ segir í ályktun byggðarráðs sem send var fjölmiðlum. Einnig beri Umhverfisstofnun ábyrgð á landvörslu á svæðinu, Vegagerðin hafi lagt þangað veg fyrir opinbert fé svo og byggt upp bílastæði. Þá hafi Borgarbyggð einnig lagt fjármagn í uppbyggingu á aðstöðu á svæðinu til að auðvelda aðkomu ferðafólks að því og tryggja vernd náttúrunnar á hinu friðlýsta svæði. Einnig hafi Borgarbyggð kostað hreinlætisaðstöðu við Hraunfossa um langt árabil.Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, annar frá hægri, er á meðal fjárfesta í H-fossum ehf.Vísir/Vilhelm„Því vekur það furðu að leigutakar jarðarinnar Hraunás skuli á nýjan leik hefja töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem er þar til staðar. Byggðarráð Borgarbyggðar telur slíkt athæfi ófært og skorar á lögreglustjórann á Vesturlandi og Umhverfisstofnun að tryggja að innheimtu vegtolla við Hraunfossa verði tafarlaust hætt.“ Lögregla varð við beiðni Vegagerðarinnar að biðja leigutakana að láta af gjaldtöku sinni. Umhverfisstofnun hefur sagt gjaldtökuna ólögmæta. Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakans, krefst frekari rökstuðnings fyrir neitun á gjaldtöku. Þá er stjórnsýslukæra til umfjöllunar í umhverfisráðuneytinu vegna gjaldtökunnar síðastliðið haust. „Þegar ég ýtti við þeim um daginn fékk ég það svar að þau myndu reyna að klára þetta fyrir lok mánaðarins,“ sagði Eva í Morgunblaðinu í gær.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37