Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR, mætir til leiks í Pepsi-deildinni þetta árið í fantaformi. Pálmi fór í Crossfit í vetur og segir að frjálsræði hans á miðjunni sé að skila mörkum.
„Eðlilega voru breytingar gerðar sérstaklega þar sem maður var kannski ekki búinn að standa undir þeim væntingum sem voru gerðar til manns,” sagði Pálmi í samtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
„Það var eðlilegt og sjálfsagt. Ég æfði vel í vetur og fór til Hennings í Crossfit Granda að láta hann djöflast í mér fyrir áramót. Ég fékk góðan grunn þar.”
Pálmi er kominn með þrjú mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni og virkar funheitur.
„Það er aðeins meira frjálsræði fram á við þó að varnarlega þurfi maður að sinna sinni vinnu. Ég held að það sé stærsta skýringin á þessu.”
KR mætir Breiðablik í stórleik annað kvöld og Pálmi er spenntur að fá topplið Blika í heimsókn.
„Það verður gaman að fara spila fyrir okkar stuðningsmenn heima. Þeir eru búnir að mæta vel hingað til og við erum þakklátir fyrir það. Vonandi verður fullur völlur á morgun og við getum glatt þá á móti hörkuliði Blika.”
„Það eru miklu meiri gæði í deildinni og bæði hjá leikmönnum og þjálfurum sem og umgjörð. Metnaðurinn er orðinn miklu, miklu meiri og við erum ekkert langt á eftir hinum Norðurlöndunum.”
Innslagið má sjá hér að ofan í heild sinni.
Pálmi fór í Crossfit og segir meira frjálsræði skila mörkum
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
