Guðmundur: „Barein spurði hvort ég gæti þjálfað bæði liðin á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2018 16:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira