Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 13:03 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Vísir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér. Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér.
Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15