Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 13:03 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Vísir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér. Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér.
Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15