Líkur á að klórgasi hafi verið beitt Andri Eysteinsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Alþjóðaefnavopnastofnunin greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna í dag Vísir/AFP Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013. Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013.
Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47