Blendnar tilfinningar íbúa í Jerúsalem Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 21:45 Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33