Blendnar tilfinningar íbúa í Jerúsalem Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 21:45 Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem segir magnþrungna stemningu í borginni. „Það er alveg hægt að segja að hér séu blendnar tilfinningar á lofti. Það er búin að vera uppbyggjandi spenna undanfarnar vikur. Það má segja að hér í Jerúsalem séu ákveðin fagnaðarlæti á meðal Ísraela og gleði að sendiráðið sé að opna en um leið mjög sorglegar tilfinningar meðal allra annarra sem að styðja baráttu Palestínumanna og sjá átökin sem eru að gerast á Gaza og jafnframt eru búin að vera mótmæli um alla borg í dag. Sem betur fer hafa þau ekki verið eins og á Gaza og við vonum að það fari ekki þannig.“ Lára segir borgina vera í hægagangi í dag og fólk heldur sig heima. „Þeir sem eru ekki að taka þátt í mótmælunum fylgjast með á netinu og í sjónvarpi.“Lára Jónasdóttir starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem.55 látnir og þúsundir slasaðir Þúsundir Palestínumanna söfnuðust saman í morgun til að mótmæla opnun Bandaríska sendiráðsins í jerúsalem í dag. Palestínumenn telja opnun sendiráðsins vera viðurkenningu á yfirráðum Ísraelsmanna yfir borginni en bæði ríkin gera tilkall til borgarinnar sem höfuðborg. Athöfn sem markar opnun sendiráðsins hófst í Jerúsalem klukkan eitt að íslenskum tíma. Um 800 gestir voru við opnunina, þar á meðal dóttir Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar Jared Kushner. Þá var fjármálaráðherrann Steve Mnuchin viðstaddur auk Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði þá gesti á myndbandi. „Ísrael er fullvalda ríki, sem líkt og önnur fullvalda ríki, hefur rétt á að velja sér sína eigin höfuðborg. Eins og ég sagði í desember sl. er æðsta von okkar sú að friður ríki. Bandaríkin eru staðráðin í að greiða fyrir gerð friðarsamnings til framtíðar,“ sagði Trump meðal annars. Friður er ekki það fyrsta sem upp kemur í hugann þegar fréttamyndi birtast frá landamærum Ísraels og Gaza. Fólk úr hópi mótmælenda hentu grjóti og bensínsprengjum í átt að hermönnums sem svöruðu mað árásum leyniskytta. 55 eru látnir og um 2400 hafa slasast en að sögn Palestínskra yfirvalda en börn eru á meðal fallinna. Suður-Afríka hefur látið flytja sendiherra sinn vegna árásanna á mótmælendur í dag. Þetta eru ein af mörgum mótmælum á undanförnum vikum en mótmælin í dag eru þau allra mannskæðustu. Mótmælin marka 70 ár frá því sem Palestínumenn kalla Nakba eða hörmungarnar eb árið 1948 flúðu hundruðir þúsunda Palestínumanna heimili sín eftir stofnun Ísraelsríkis.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
52 látnir á blóðugasta deginum á Gaza frá 2014 Að minnsta kosti sex börn undir sextán ára aldri eru á meðal þeirra látnu. 14. maí 2018 17:58
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33