Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Þórdís Valsdóttir skrifar 13. maí 2018 13:15 Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Ekki er víst hvar í Ísrael keppnin verður haldin en Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, birti myndband á Instagram-síðu sinni í gærkvöld undir yfirskriftinni „Á næsta ári í Jerúsalem“. Sigurvegari keppninnar, hin ísraelska Netta Bazilai, sagði í þakkarræðu sinni að næsta keppni yrði í Jerúsalem. „Ég er svo glöð. Takk fyrir að kjósa eitthvað óhefðbundið, takk fyrir að viðurkenna að við erum ekki öll eins og takk fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Takk, ég elska landið mitt, næst í Jerúsalem!“ Sveinn Rúnar segist vona að keppnin verði ekki haldin þar, „í hinni herteknu borg“. Söngvakeppnin var haldin í Jerúsalem árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck.Félagið Ísland-Palestína harmar sigur Ísraelsmanna Félagið Ísland-Palestína gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi vegna úrslita Eurovision. „Félagið Ísland-Palestína harmar það að Evrópa skuli ekki hafa staðið með mannréttindum í kvöld og valið að næsta Eurovision söngvakeppni fari fram í Ísrael – á sama tíma [og] þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og stunda landrán, mannréttindabrot og ítrekað ofbeldi gagnvart íbúum hertekinnar Palestínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að félagið hafi sjaldan eða aldrei fengið jafn margar skráningar um félagsaðild á jafn skömmum tíma en 20 nýir aðilar hafa skráð sig í félagið á síðustu tólf klukkustundum. „Fyrsta skráningin kemur inn hjá okkur klukkan ellefu í gærkvöldi, í raun bara um leið og keppninni lýkur,“ segir Yousef Ingi Tamimi, félagsmaður Íslands-Palestínu. Sveinn Rúnar segir Ísraelsmenn hafi lengi reynt að „draga alla til Jerúsalem“. „Þeir boða og bjóða fólki á alls kyns ráðstefnur í Jerúsalem og þeir hafa lengi barist fyrir því að ríki heims flyttu sendiráð sín til Jerúsalem og viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Það hefur heimurinn ekki gert, það hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki gert og Bandaríkin eru að verða ein til þess,“ segir Sveinn Rúnar en Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í desember síðastliðnum. „Þannig verður þessi Eurovision keppni, undir þessum gunnfána „Sjáumst í Jerúsalem“, hluti af kúguninni og landráninu. Hún verður hluti af því að neita Palestínumönnum um sinn rétt til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við að hann haldi að það „myndi ganga að keppninni dauðri sem slíkri“ ef keppnin verður haldin í Jerúsalem á næsta ári. Hann segist ekki hafa horft á Eurovision í gær einfaldlega vegna þess að hann hafi ekki áhuga á keppninni. „Ég hafði heyrt það að þetta væri voða skemmtilegt lag og stúlkan skemmtileg týpa og allt það en einmitt það gerir þessa atlögu vel heppnaðari og með því móti ógnar þetta enn meira tilvist Palestínumanna í Jerúsalem og á Vesturbakkanum.“Miklar umræður á samfélagsmiðlum Margir hafa tjáð sig um sigur Ísraels á samfélagsmiðlum síðan í gær. Sema Erla Serdar, stofnandi samtakanna Solaris, var meðal þeirra og segir að henni þyki þetta „ógeðslegt“. „Í gær var 15 ára palestínskur drengur skotinn í höfuðið af ísraelska hernum. Á meðan Ísraelar fagna sigri í Eurovision berast fréttir af því að hann hafi látist af sárum sínum. Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt,“ segir Sema Erla á Facebook. Miklar umræður hafa skapast í ummælaþræði við innlegg hennar á Facebook þar sem skiptar skoðanir eru um tengsl á milli söngvakeppninnar og stjórnvalda. Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, leggur einnig orð í belg. „Í tilefni dólgsháttar hér á facebook í kjölfar sigurs Ísraels í Eurovision þá er sjálfsagt að gagnrýna lagið og stjórnvöld í Ísrael og kalla eftir umræðu um það hvort beita eigi ríkið refsiaðgerðum en að níðast á söngkonunni og setja alla Ísraelsmenn og þeim sem fannst lagið gott undir sama hatt er einfeldnisháttur - svo ekki sé nú meira sagt um öll þessi grífuryrði,“ segir Baldur. Eiginmaður Baldurs, Felix Bergsson, var fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í ár.Hvetur íslenskt tónlistarfólk til að sniðganga keppnina Þórunn Ólafsdóttir, stofnandi samtakanna Akkeri, biður íslenskt tónlistarfólk um að taka sig saman og neita því að taka þátt í Eurovision að ári. „Kæra íslenska tónlistarfólk! Mig langar að biðja ykkur um svolítið. Nú er ljóst að Eurovisionkeppnin 2019 verður haldin í Ísrael. Ég er nokkuð viss um að Ríkissjónvarpið mun ekki hafa frumkvæði að því að sniðganga hana, en það er mikilvægt minna á að án ykkar er þátttaka ekki Íslands ekki möguleg. Ef þið takið ykkur saman, öll sem eitt, og neitið að taka þátt, munu það verða sterk skilaboð til ríkis sem hefur í sjö áratugi níðst á palestínsku þjóðinni í formi ólöglegs hernáms,“ segir Þórunn í pistli á Facebook síðu sinni. Hún segir málið mun flóknara en svo að hægt sé að skilja skemmtun eins og Eurovision frá pólitík og skoðunum fólks á þeim ríkjum sem taka þátt eða halda keppnina. „Allt sem ýtir undir jákvæða ímynd Ísraelsríkis á alþjóðavettvangi grefur undan réttindum Palestínumanna. Við sem höfum dvalið í Palestínu og séð hvað gengur þar á, hvernig ísraelski herinn gerir daglegt líf íbúa landsins oft að algjöru helvíti, höfum örugglega öll upplifað sama vanmátt og óskað þess heitt að geta beitt forréttindum okkar á einhvern hátt til að stöðva óréttlætið sem þar á sér stað alla daga. Á meðan við svífum um áhyggjulaus með snakk og ídýfur, tilbúin að kjósa okkar lag, er ísraelski herinn að öllum líkindum að ryðjast inn á heimili palestínskra fjölskyldna, ræna fjölskyldumeðlimi frelsinu og grípa með sér verðmæti í leiðinni. Ég hef séð það gerast með eigin augum oftar en einu sinni og les nánast vikulega frásagnir af slíkum atburðum hjá palestínskum vinum og kunningjum. Síðast í gær myrti ísraelski herinn 15 ára palestínskan dreng og vikurnar á undan hafa verið þær blóðugustu í langan tíma.“ Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagi A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva. Í spilaranum að neðan má sjá Nettu taka ábreiðu af laginu A-Ba-Ni-Bi, sem var sigurlag Ísraels árið 1978. Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Edda Sif kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í landsliðstreyju Austurríki fékk 12 stig frá íslensku dómnefndinni. 12. maí 2018 22:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Ekki er víst hvar í Ísrael keppnin verður haldin en Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, birti myndband á Instagram-síðu sinni í gærkvöld undir yfirskriftinni „Á næsta ári í Jerúsalem“. Sigurvegari keppninnar, hin ísraelska Netta Bazilai, sagði í þakkarræðu sinni að næsta keppni yrði í Jerúsalem. „Ég er svo glöð. Takk fyrir að kjósa eitthvað óhefðbundið, takk fyrir að viðurkenna að við erum ekki öll eins og takk fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Takk, ég elska landið mitt, næst í Jerúsalem!“ Sveinn Rúnar segist vona að keppnin verði ekki haldin þar, „í hinni herteknu borg“. Söngvakeppnin var haldin í Jerúsalem árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck.Félagið Ísland-Palestína harmar sigur Ísraelsmanna Félagið Ísland-Palestína gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi vegna úrslita Eurovision. „Félagið Ísland-Palestína harmar það að Evrópa skuli ekki hafa staðið með mannréttindum í kvöld og valið að næsta Eurovision söngvakeppni fari fram í Ísrael – á sama tíma [og] þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og stunda landrán, mannréttindabrot og ítrekað ofbeldi gagnvart íbúum hertekinnar Palestínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að félagið hafi sjaldan eða aldrei fengið jafn margar skráningar um félagsaðild á jafn skömmum tíma en 20 nýir aðilar hafa skráð sig í félagið á síðustu tólf klukkustundum. „Fyrsta skráningin kemur inn hjá okkur klukkan ellefu í gærkvöldi, í raun bara um leið og keppninni lýkur,“ segir Yousef Ingi Tamimi, félagsmaður Íslands-Palestínu. Sveinn Rúnar segir Ísraelsmenn hafi lengi reynt að „draga alla til Jerúsalem“. „Þeir boða og bjóða fólki á alls kyns ráðstefnur í Jerúsalem og þeir hafa lengi barist fyrir því að ríki heims flyttu sendiráð sín til Jerúsalem og viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Það hefur heimurinn ekki gert, það hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki gert og Bandaríkin eru að verða ein til þess,“ segir Sveinn Rúnar en Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í desember síðastliðnum. „Þannig verður þessi Eurovision keppni, undir þessum gunnfána „Sjáumst í Jerúsalem“, hluti af kúguninni og landráninu. Hún verður hluti af því að neita Palestínumönnum um sinn rétt til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við að hann haldi að það „myndi ganga að keppninni dauðri sem slíkri“ ef keppnin verður haldin í Jerúsalem á næsta ári. Hann segist ekki hafa horft á Eurovision í gær einfaldlega vegna þess að hann hafi ekki áhuga á keppninni. „Ég hafði heyrt það að þetta væri voða skemmtilegt lag og stúlkan skemmtileg týpa og allt það en einmitt það gerir þessa atlögu vel heppnaðari og með því móti ógnar þetta enn meira tilvist Palestínumanna í Jerúsalem og á Vesturbakkanum.“Miklar umræður á samfélagsmiðlum Margir hafa tjáð sig um sigur Ísraels á samfélagsmiðlum síðan í gær. Sema Erla Serdar, stofnandi samtakanna Solaris, var meðal þeirra og segir að henni þyki þetta „ógeðslegt“. „Í gær var 15 ára palestínskur drengur skotinn í höfuðið af ísraelska hernum. Á meðan Ísraelar fagna sigri í Eurovision berast fréttir af því að hann hafi látist af sárum sínum. Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt,“ segir Sema Erla á Facebook. Miklar umræður hafa skapast í ummælaþræði við innlegg hennar á Facebook þar sem skiptar skoðanir eru um tengsl á milli söngvakeppninnar og stjórnvalda. Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, leggur einnig orð í belg. „Í tilefni dólgsháttar hér á facebook í kjölfar sigurs Ísraels í Eurovision þá er sjálfsagt að gagnrýna lagið og stjórnvöld í Ísrael og kalla eftir umræðu um það hvort beita eigi ríkið refsiaðgerðum en að níðast á söngkonunni og setja alla Ísraelsmenn og þeim sem fannst lagið gott undir sama hatt er einfeldnisháttur - svo ekki sé nú meira sagt um öll þessi grífuryrði,“ segir Baldur. Eiginmaður Baldurs, Felix Bergsson, var fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í ár.Hvetur íslenskt tónlistarfólk til að sniðganga keppnina Þórunn Ólafsdóttir, stofnandi samtakanna Akkeri, biður íslenskt tónlistarfólk um að taka sig saman og neita því að taka þátt í Eurovision að ári. „Kæra íslenska tónlistarfólk! Mig langar að biðja ykkur um svolítið. Nú er ljóst að Eurovisionkeppnin 2019 verður haldin í Ísrael. Ég er nokkuð viss um að Ríkissjónvarpið mun ekki hafa frumkvæði að því að sniðganga hana, en það er mikilvægt minna á að án ykkar er þátttaka ekki Íslands ekki möguleg. Ef þið takið ykkur saman, öll sem eitt, og neitið að taka þátt, munu það verða sterk skilaboð til ríkis sem hefur í sjö áratugi níðst á palestínsku þjóðinni í formi ólöglegs hernáms,“ segir Þórunn í pistli á Facebook síðu sinni. Hún segir málið mun flóknara en svo að hægt sé að skilja skemmtun eins og Eurovision frá pólitík og skoðunum fólks á þeim ríkjum sem taka þátt eða halda keppnina. „Allt sem ýtir undir jákvæða ímynd Ísraelsríkis á alþjóðavettvangi grefur undan réttindum Palestínumanna. Við sem höfum dvalið í Palestínu og séð hvað gengur þar á, hvernig ísraelski herinn gerir daglegt líf íbúa landsins oft að algjöru helvíti, höfum örugglega öll upplifað sama vanmátt og óskað þess heitt að geta beitt forréttindum okkar á einhvern hátt til að stöðva óréttlætið sem þar á sér stað alla daga. Á meðan við svífum um áhyggjulaus með snakk og ídýfur, tilbúin að kjósa okkar lag, er ísraelski herinn að öllum líkindum að ryðjast inn á heimili palestínskra fjölskyldna, ræna fjölskyldumeðlimi frelsinu og grípa með sér verðmæti í leiðinni. Ég hef séð það gerast með eigin augum oftar en einu sinni og les nánast vikulega frásagnir af slíkum atburðum hjá palestínskum vinum og kunningjum. Síðast í gær myrti ísraelski herinn 15 ára palestínskan dreng og vikurnar á undan hafa verið þær blóðugustu í langan tíma.“ Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagi A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva. Í spilaranum að neðan má sjá Nettu taka ábreiðu af laginu A-Ba-Ni-Bi, sem var sigurlag Ísraels árið 1978.
Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Edda Sif kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í landsliðstreyju Austurríki fékk 12 stig frá íslensku dómnefndinni. 12. maí 2018 22:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Edda Sif kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í landsliðstreyju Austurríki fékk 12 stig frá íslensku dómnefndinni. 12. maí 2018 22:13