Erlent

R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér

Sylvía Hall skrifar
Tónlistarveitan Spotify hefur fjarlægt lög söngvarans af lagalistum sínum
Tónlistarveitan Spotify hefur fjarlægt lög söngvarans af lagalistum sínum Vísir/Getty

R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð.



Söngvarinn, sem sakaður hefur verið um að gera unglingsstúlkur að kynlífsþrælum og var meðal annars fjallað málið í heimildarmynd sem ber heitið „R. Kelly: Sex, Girls and Videotapes“. Í myndinni er rætt við Kitti Jones, fyrrverandi kærustu söngvarans, og segist hún hafa verið neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í um tíu skipti í kynlífsdýflissu söngvarans. Einnig hafi hún verið kynnt fyrir stúlku sem R. Kelly hafði þjálfað frá fjórtán ára aldri. Samkvæmt kærustunni fyrrverandi kallaði hann stúlkurnar „gæludýrin sín“.



Tónlistarveitan Spotify hefur fjarlægt lög söngvarans af lagalistum sínum og hefur myllumerkið #MuteRKelly, eða þöggum niður í R. Kelly, náð mikilli útbreiðslu á samfélagsmiðlum.



R. Kelly neitar öllum ásökunum, en hann hefur áður verið ákærður fyrir framleiðslu barnakláms eftir að myndband af honum í kynlífsathöfnum með fjórtán ára stúlku kom upp á yfirborðið. Söngvarinn var sýknaður af þeim ákærum.


Tengdar fréttir

R. Kelly hent út af lagalistum Spotify

Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×