Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 17:23 Vini hjólreiðamannanna hafa kallað eftir réttlæti fyrir þeirra hönd. Vísir/EPA Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Mexíkóskir lögreglumenn segja grun um að tveir evrópskir hjólreiðamenn hafi í raun verið myrtir en áður var talið að þeir hefðu farist í slysi. Lík Þjóðverjans Holger Hagenbusch og Pólverjans Krzysztof Chmielewski fundust fyrir neðan klett í Chiapas-ríki í Mexíkó. Lögreglumenn höfðu greint frá því að talið væri að þeir hefðu fallið fram af klettinum eftir að hafa misst stjórn á hjólum sínum. Var talið að það hefði gerst þegar þeir mættu bíl á veginum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir frá því að fjölskyldur þeirra og aðrir hjólreiðamenn hefðu verið vantrúa á þá útskýringu og og héldu því fram að eitthvað annað og hryllilegra hefði gerst.Luis Albert Sánchez var nýlega skipaður sérstakur saksóknari í ríkinu en hann greindi frá því á föstudag að grunur væri um að þeir Hagenbusch og Chmielewski hefðu verið myrtir af ræningjum. „Rannsókn okkar gefur til kynna að þetta hafi verið morð af yfirlögðu ráði,“ er haft eftir Sánchez.Hjólreiðamennirnir höfðu ferðast um heiminn undanfarin ár.Vísir/EPaLík Chmielewski fannst fjörutíu metrum fyrir neðan veginn 26. apríl síðastliðinn. Lík Hagenbusch fannst átta dögum síðar, 4. maí síðastliðinn, neðar í gljúfrinu. Vegurinn sem um ræðir er á milli Ocosingo og San Cristóbal de las Casas sem er í suður Mexíkó. Bróðir Hagenbusch, Reiner, sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að hann grunaði að mennirnir hefðu verið myrtir og verið væri að reyna að hylma yfir þá staðreynd.Reiner fór til Mexíkó til að bera kennsl á lík bróður síns og fékk þær upplýsingar að höfuð og fót hefði vantað á lík Chmielewski. Lögreglan í Mexíkó telur að Chmielewski hafi verið skotinn í höfuðið. Lík hans fannst nærri hjóli sem tilheyrði Hagenbusch og vakti það upp grunsemdir hjá lögreglu.Sánchez telur að ræningjarnir hafi verið að reyna að fela ummerki um glæpinn.Chmielewski var 37 ára gamall en hann hafði undanfarin þrjú ár ferðast um heiminn á hjóli. Hann hafði heimsótt 51 land og hafði ferðast um Kanada og Bandaríkin áður en hann kom til Mexíkó.Hagenbusch var 43 ára gamall og reyndur hjólreiðamaður. Hann hafði farið til 34 landa og hafði ferðast um á hjóli sínu síðastliðin fjögur ár. BBC segir morðtíðni í Mexíkó afar háa. Árið 2017 var mjög slæmt en 25 þúsund voru myrtir í fyrra samkvæmt opinberum tölum þar í landi, en aldrei hafa verið framin svo mörg morð í Mexíkó frá því mælingar hófust. Meirihluti þessara morða er rakinn til skipulagðrar glæpastarfsemi.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira