Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 12. maí 2018 14:30 Verð á nýjum bílum gæti hækkað verulega á næstunni. Vísir/GVA Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira