Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 12. maí 2018 14:30 Verð á nýjum bílum gæti hækkað verulega á næstunni. Vísir/GVA Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira