Grunnskólakennarinn og ímynd hans í samfélaginu Guðbjörg Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:03 Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun