Vinstri grænir flýja skip Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun