Skiptast á árásum í Sýrlandi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 05:00 Mikill viðbúnaður er í bækistöðvum Ísraela í Gólanhæðum nærri landamærum Ísraels og Sýrlands. Vísir/Getty Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47