Öll rafræn þjónusta ríkis og sveitarfélaga á einum stað Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2018 12:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnhagsráðherra kynnti bætta rafræna þjónustu hins opinbera í morgun. Vísir/Egill Aðalsteinsson Á fimmtudag verður opnuð ný útgáfa pósthólfs inni á Ísland.is þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast allar mikilvægar upplýsingar um samskipti sín við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að markmiðið sé að árið 2020 verði stafræna þjónusta megin samskiptaleið hins opinbera við almenning. Þá verða í vikunni teknir í gagnið nýir rafrænir álagningarseðlar hjá ríkisskattstjóra sem veita ítarlegri og betri upplýsingar um skattgreiðslur en áður hafa verið veittar. Bjarni Benediktsson kynnti í morgun bætta rafræna þjónustu hins opinbera við borgarann á vefnum Ísland.is. Með breytingunum verður þjónustuleiðum gegnum rafræn samskipti fjölgað og markmiðið er að fyrir árið 2020 verði öll samskipti borgarans við ráðuneyti, stofnanir ríkisins og sveitarfélög á einum stað í sérstöku pósthólfi inni á Ísland.is sem verður aðgengilegt með rafrænum skilríkjum. Nýja pósthólfið verður formlega tekið í notkun á fimmtudag og verður þjónustan sem verður aðgengileg þar inni svo efld jafnóðum. „Hugmyndin er sú að þarna inni geti menn rekið öll sín erindi gagnvart hinu opinbera, ríkinu og eftir atvikum sveitarfélögum og tekið þar við tilkynningum. Við erum að kynna þetta nýja rafræna pósthólf inni á Ísland.is og þar munu menn geta nálgast álagningarseðla en við getum nefnt fleiri dæmi. Menn munu geta verið þar í samskiptum til að tryggja leikskólapláss fyrir börnin sín, við heilsugæslu vegna lyfseðils sem hefur verið endurnýjaður, nálgast leyfisumsóknir og svo framvegis. Allt á að vera hægt að reka í gegnum þetta eina pósthólf á einum stað, öll erindi við hið opinbera. Við höfum sett okkur það markmið að fyrir árið 2020 verði stafræn samskipti megin samskiptaleið borgarans við hið opinbera,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri.Vísir/Egill AðalsteinssonNýir stafrænir álagningarseðlar Samhliða þessu var nýtt útlit og aðgengi að álagningarseðlum kynnt. Þessir nýju álagningarseðlar eru stafrænir og gagnvirkir og veita mun betri yfirsýn og upplýsingar um opinbera álagningu en skattgreiðendur hafa átt kost á hingað til. Ingvar J. Rögnvaldsson, settur ríkisskattstjóri, segir að þessir rafrænu álagningarseðlar bæti ekki aðeins þjónustuna heldur dragi úr álagi á embætti ríkisskattstjóra. „Þetta myndræna form lýsir miklu betur og gefur betri upplýsingar en við gætum veitt gegnum síma eða jafnvel þótt fólk kæmi til okkar. Þetta rafræna form býður upp á miklu meiri möguleika til þess að koma á framfæri upplýsingum. Ef þetta væri ekki á þessu rafræna formi þyrfti kannski að senda 15-20 síðna bækling til hvers og eins. Sem allir sjá fyrir sér að enginn hefði þolinmæði til að kafa í gegnum,“ segir Ingvar. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Á fimmtudag verður opnuð ný útgáfa pósthólfs inni á Ísland.is þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast allar mikilvægar upplýsingar um samskipti sín við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að markmiðið sé að árið 2020 verði stafræna þjónusta megin samskiptaleið hins opinbera við almenning. Þá verða í vikunni teknir í gagnið nýir rafrænir álagningarseðlar hjá ríkisskattstjóra sem veita ítarlegri og betri upplýsingar um skattgreiðslur en áður hafa verið veittar. Bjarni Benediktsson kynnti í morgun bætta rafræna þjónustu hins opinbera við borgarann á vefnum Ísland.is. Með breytingunum verður þjónustuleiðum gegnum rafræn samskipti fjölgað og markmiðið er að fyrir árið 2020 verði öll samskipti borgarans við ráðuneyti, stofnanir ríkisins og sveitarfélög á einum stað í sérstöku pósthólfi inni á Ísland.is sem verður aðgengilegt með rafrænum skilríkjum. Nýja pósthólfið verður formlega tekið í notkun á fimmtudag og verður þjónustan sem verður aðgengileg þar inni svo efld jafnóðum. „Hugmyndin er sú að þarna inni geti menn rekið öll sín erindi gagnvart hinu opinbera, ríkinu og eftir atvikum sveitarfélögum og tekið þar við tilkynningum. Við erum að kynna þetta nýja rafræna pósthólf inni á Ísland.is og þar munu menn geta nálgast álagningarseðla en við getum nefnt fleiri dæmi. Menn munu geta verið þar í samskiptum til að tryggja leikskólapláss fyrir börnin sín, við heilsugæslu vegna lyfseðils sem hefur verið endurnýjaður, nálgast leyfisumsóknir og svo framvegis. Allt á að vera hægt að reka í gegnum þetta eina pósthólf á einum stað, öll erindi við hið opinbera. Við höfum sett okkur það markmið að fyrir árið 2020 verði stafræn samskipti megin samskiptaleið borgarans við hið opinbera,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri.Vísir/Egill AðalsteinssonNýir stafrænir álagningarseðlar Samhliða þessu var nýtt útlit og aðgengi að álagningarseðlum kynnt. Þessir nýju álagningarseðlar eru stafrænir og gagnvirkir og veita mun betri yfirsýn og upplýsingar um opinbera álagningu en skattgreiðendur hafa átt kost á hingað til. Ingvar J. Rögnvaldsson, settur ríkisskattstjóri, segir að þessir rafrænu álagningarseðlar bæti ekki aðeins þjónustuna heldur dragi úr álagi á embætti ríkisskattstjóra. „Þetta myndræna form lýsir miklu betur og gefur betri upplýsingar en við gætum veitt gegnum síma eða jafnvel þótt fólk kæmi til okkar. Þetta rafræna form býður upp á miklu meiri möguleika til þess að koma á framfæri upplýsingum. Ef þetta væri ekki á þessu rafræna formi þyrfti kannski að senda 15-20 síðna bækling til hvers og eins. Sem allir sjá fyrir sér að enginn hefði þolinmæði til að kafa í gegnum,“ segir Ingvar.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira