Erlent

Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Hættur við að hætta við eða hættur við að hætta við að hætta við? Það er stóra spurningin.
Hættur við að hætta við eða hættur við að hætta við að hætta við? Það er stóra spurningin.
Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar.

Eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna lét í veðri vaka að Kim yrði drepinn ef hann sætti sig ekki við afarkosti Bandaríkjanna sendu stjórnvöld í Pyongyang frá sér harðorða yfirlýsingu sem varð til þess að Trump aflýsti fundinum.



Nú virðist allt kapp vera lagt á að koma fundinum aftur á, þá líklega á sama stað og tíma. Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, var að sögn mjög brugðið þegar fundinum var aflýst og hefur hann þrýst mjög á Kim og Trump að endurskoða afstöðu sína. Nýjustu fregnir herma að Moon verði með á fundinum ef af honum verður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×