Erlent

Grunur um að Assad hafi leynt efnavopnum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Efnavopnabirgðir
Efnavopnabirgðir Wikimedia Commons
Framkvæmdastjóri alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar segist óttast að sýrlensk stjórnvöld hafi falið efnavopn fyrir rannsakendum árið 2013 þegar Sýrlendingar sögðust hafa fargað öllum birgðum slíkra vopna.

Hann segir að stjórnvöld í Sýrlandi verði að útskýra hvers vegna ummerki um þessi efni hafi ítrekað fundist eftir loftárásir stjórnarhersins síðustu ár. Þeim hafi verið skylt að gefa upp nákvæman lista af öllum efnavopnum og efnum sem hægt væri að nota til framleiðslu þeirra. Í kjölfarið höfðu alþjóðlegir sérfræðingar umsjón með förgun efnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×