Mæðginamynd Ivönku sögð taktlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2018 07:16 Ivanka Trump er dóttir Bandaríkjaforseta og sérlegur ráðgjafi hans. Vísir/Getty Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11