Innlent

Karlmaður lést í brunanum í Kópavogi

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Maðurinn var á sjötugsaldri.
Maðurinn var á sjötugsaldri. Vísir
Karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar eldur kom upp í Gullsmára 7 í Kópavogi í gærkvöldi. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson varðstjóri í Kópavogi í samtali við fréttastofu.

Tvennt var í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp og voru þau bæði færð á sjúkrahús til aðhlynningar. Allt tiltækt lið slökkvilið var sent á staðinn. Talsvert tjón hlaust bæði vegna elds og vatns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×