Fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, er byrjaður að æfa með bolta. Þetta sýndi Aron á Instagram síðu sinni í dag.
„Tomi hvað ertu með þarna, fótbolta?“ Spyr Aron Einar sjúkraþjálfarann Tomi Jagarinec, sem býður Aron velkomin til baka á völlinn.
Aron Einar er staddur í Katar þar sem hann er í endurhæfingu, en hann gekkst undir aðgerð á hné í lok síðasta mánaðar. Áætlað er að Aron Einar mæti til Íslands næsta miðvikudag og taki þátt í undirbúningi fyrir æfingarleiki landsliðsins gegn Noregi og Gana.
Íslenska liðið mætir því norska á Laugardalsvelli næsta laugardag en fyrsti leikur liðsins á Heimsmeistaramótinu gegn Argentínu er 16. júní, eftir nákvæmlega 20 daga.
Aron Einar byrjaður að æfa með bolta
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti