Erlent

Viðskiptabann kyrrsetur einkaflugvél Íransforseta

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Hassan Rouhani er fulltrúi umbótasinna en sem forseti hefur hann takmörkuð völd. Endanlegar ákvarðanir eru í höndum klerkastjórnarinnar sem er skipuð harðlínumönnum
Hassan Rouhani er fulltrúi umbótasinna en sem forseti hefur hann takmörkuð völd. Endanlegar ákvarðanir eru í höndum klerkastjórnarinnar sem er skipuð harðlínumönnum vísir/getty
Bandaríkjastjórn hefur sett viðskiptabann á íranskt fyrirtæki sem hefur það eina hlutverk að sjá um rekstur einkaflugvélar íranska forsetans. Formaður hagsmunasamtaka íransk-ættaðra Bandaríkjamanna segir þetta vísvitandi gert til að niðurlægja og veikja forsetann sem er umbótasinni. Það muni styrkja harðlínuklerka í sessi og grafa undan kjörnum leiðtogum og umbótasinnum í Íran almennt.

Vegna þessarar ákvörðunar er líklegt að Hassan Rouhani, forseti Írans, eigi í erfiðleikum með að nota einkaþotu sína sem er nítján ára gömul Airbus þota af gerðinni A340-300. Fyrirtæki sem sjá um rekstur flugvalla víða um heim gætu lent í vandræðum ef þau þjónusta þotuna með einhverjum hætti, t.d. með því að fylla hana af eldsneyti.


Tengdar fréttir

Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×